Blood Feast

bloodfeastcover

Sýnd í Bíó Paradís 23. október klukkan 20.00


bloodfeastKvikmyndin Blood Feast frá árinu 1963 er af mörgum talin hin upprunalega „splatter“ mynd. Fjallar hún um veitingasala sem myrðir konur og safnar líkamshlutum þeirra, í tilraun til þess að endurvekja hina fornu gyðju Ístar.

Leikstjórinn Herschell Gordon Lewis er almennt talinn upphafsmaður „splatter“ greinarinnar, með þessari mynd og tveimur öðrum sem fylgdu í kjölfarið: Two Thousand Maniacs (1964) og Color Me Blood Red (1965).

Einkenni „splatter“ kvikmynda er áhersla þeirra á varnarleysi líkamans og hversu náið áhorfendur fá að fylgjast með afskræmingu hans. Splatterar reyna ekki að koma á fót samfélagslegri röð og reglu, líkt og flestar aðrar undirgreinar hryllingsmynda, heldur þrífast þeir á óreglu og ringulreið. Það eina sem hægt er að reiða sig á innan frásagnarrammans er ofbeldið og blóðsúthellingarnar.

Splatterar áttu gullöld sína á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og voru þær víða bannaðar. Aldamótin mörkuðu endurkomu greinarinnar, með kvikmyndum á borð við Hostel (2005) og Saw-seríunni. Eru þessar nýrri myndir jafnan kallaðar pyntingarklám (e. torture porn) eða gorno (samsett úr „gore“ og „porno“). Þessar kvikmyndir eru þó frábrugðnar fyrirrennurum sínum að því leyti að þær eru oft Hollywood framleiddar, hafa mikinn pening á bak við sig og eru sýndar víða um heim í mörgum kvikmyndahúsum.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone