ÉG ERFÐI DIMMAN SKÓG – ljóðverk

egerfdidimmansko

Fimmtudaginn 3. desember kemur út ljóðverkið: Ég erfði dimman skóg. Það er Skáldasamsteypan Skógurinn sem gefur út.

Verkið er afrakstur tilraunastofu sjö kvenna sem vinna með skáldaða texta um arf kvenna, erfðasynd, rætur og kynslóðir. Hér er um heildstætt verk að ræða þar sem sjö höfundar yrkja sem ein rödd. Tilgangur ljóðverksins er samsköpun – að vinna úr reynslu kvenna og leika sér með tungumál og skáldskap. Ljóðið „Madrigal“ eftir Tomas Tranströmer hefur hér orðið uppspretta könnunarleiðangurs um innri skóga. Sjö raddir verða að einni. Ein rödd splundrast í margar á leið sinni um árhringi.

Skáldasamsteypan Skógurinn eru: Guðrún Inga Ragnarsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir, Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Soffía Bjarnadóttir, Æsa Strand Viðarsdóttir.

mynd02

Útgáfu verður fagnað 3. desember klukkan 17.00 að Suðurgötu 35.

Dagskrá:
– Skáldskapur úr Skóginum
– Ólöf Arnalds leikur og syngur
– Ljúfar veitingar

„Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur.“
(Úr ljóðinu Madrigal eftir Tomas Tranströmer í þýðingu Njarðar P. Njarðvík).
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone