Ljóð vikunnar: Ásta Fanney Sigurðardóttir

Ljóð í leiðinni -bakkápa

 

Svaðilför með tvö mölt

sykraðir hringstigar

kafbátar í pappírum

og bréf sem ég skil eftir í ópalrauðum póstkassa

silkihnerr frá manni sem meinar það ekki

 

þú þokuþæfða þorp sem þykist vera borg

með dökka mjöll á malbiki

ég anda að mér úðaregni í roki

 

reikul geng um götur þínar

gegnumvot í skóna

í strætó

í mjódd

í skeifu

í mjódd

á hlemm

ljósastaur og hótel og ljósastaur og hótel og hótel og hótel og hótel

rúða sem skrúfast niður

og háværir hringitónar límdir saman í lag

 

COVER

 

 

Ljóðið „Svaðilför með tvö mölt“ eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur var frumbirt í bókinni „Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík“, sem kom út hjá Meðgönguljóðum í tilefni af Lestrarhátíð 2013.
Ásta Fanney gaf út sína fyrstu ljóðabók, „Herra Hjúkket“, í röð Meðgönguljóða haustið 2012.
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone