Ljóð vikunnar: Bergþóra Einarsdóttir

Ljóð í leiðinni -bakkápa

 

Orð og augu leysast upp með misjöfnum hraða

Í dag eru veðurguðirnir hryðjuverkamenn

hér sem túristar fylgjast með náttúrulífsmynd.

Við opnum augun eins og gjafir

hvort sem við skiljum það eða ekki

hér sem við dönsum svarthvítan tímadans í drama.

Stundum öskra ég á hjóli en nú sit ég á bekk.

 

Við sjáumst í mismunandi búningum

hvort sem við erum með fjaðrir eða ekki.

Snyrtileg villimennska og villimannleg snyrtimennska

villisnyrting og snyrtivilling.

Einhvers staðar í öllum er skilningur.

Dagarnir opnast eins og pakkar

hvort sem við kærum okkur um þá eða ekki

og á loftnet setjast þrír fuglar.

Ég klæði mig í fyrstu konuhanskana mína

 

Sá vinstri gæti alveg eins verið svartur og sá hægri hvítur.
COVER

 

 

Ljóðið „Orð og augu leysast upp með misjöfnum hraða“ eftir Bergþóru Einarsdóttur var frumbirt í bókinni „Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík“ sem kom út hjá Meðgönguljóðum í tilefni af Lestrarhátíð 2013.
Bergþóra kemur til með að gefa út sína fyrstu ljóðabók í röð Meðgönguljóða í maí 2014.
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone