Ljóð vikunnar: Björk Þorgrímsdóttir

Ljóð í leiðinni -bakkápa

 

I.

holar byggingar

upplýstar kyrrsettar

leggja lag sitt við himininn

 

við höldumst í hendur

á sæbrautinni

undrumst hvarf plánetu

 

(héðan fara allir að lokum)

 

skuggar gleypa spegilmyndir

og við sjáum ekki lengur

hver syndir til móts við okkur

 

gleymumst í öldurnar

hverfumst um sjávarbotninn

 

annars hugar leggjum

við grunn að fótspori

 

COVER

 

 

 

Ljóðið „I.“ eftir Björk Þorgrímsdóttur var frumbirt í bókinni „Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík“ sem kom út hjá Meðgönguljóðum í tilefni af Lestrarhátíð 2013.
Fyrsta ljóðabók Bjarkar, „Neindarkennd“, kom út í röð Meðgönguljóða í febrúar 2014.
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone