Ljóð vikunnar: Juan Camilo Román Estrada

Ljóð í leiðinni -bakkápa

 

101 Reykjavík, Kind of Blue

Innan dyra dreymir Ásthildi

um að stíga burlesque-dans í íslensku sirkustjaldi.

Hún stingur höfðinu út um gluggann,

dregur að sér jökulkaldan andblæ

og Snæfellsjökull glampar í sjónum.

Stundum kveikjum við bál á Austurvelli.

Þótt eittvað brenni ávallt undir fótum okkar…

Það finnum við.

Laugavegur lyktar eins og grasreykur

þegar aspartrén hefja orgíu á aðalgötunni.

Okkur líkar kaffið, töfrum slunginn bjórinn,

þráðleysið og fjarvera lögreglunnar.

Við syndum í sjónum í janúar meðan hvassviðrin leika við börnin.

Við finnum til heilags ótta við náttúruna,

en heima er svo hlýtt að okkur hættir til að gleyma henni gjörsamlega.

Reykjavík! Í þér eru heimkynni göfugra villifugla.

Á vetrum —þegar þökin eru hvít og göturnar krapakenndar—

göngum við á svelli eins og Freddie Freeloader á vatni,

þegar Blue In Green verður All Blues,

það eru Flamenco Sketches í myrkrinu

So What?

 

COVER

 

 

 

Ljóðið „101 Reykjavík, Kind of Blue“ eftir Juan Camilo Román Estrada í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar var frumbirt í bókinni „Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík“ sem kom út hjá Meðgönguljóðum í tilefni af Lestrarhátíð 2013.
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone