Ljóð vikunnar: Arngunnur Árnadóttir

Ljóð í leiðinni -bakkápa

 

Þriðji janúar

Vettlingaklæddum höndum opnuðum við bórflöskur með lykli og supum á þeim meðan við tróðum snjóinn á spariskóm. Við fórum í halarófu gegnum kirkjugarðinn og héldum hvert í annað svo enginn villtist af leið innan um legsteinana. Eftir kirkjugarðinn tók við snarbrött brekka sem við áttuðum okkur ekki á fyrr en við höfðum hálfoltið, hálfhlaupið niður hana. Við lentum samt á löppunum og stóðum í bakgarði húss, vorum hávær undir svefnherbergisglugganum og reyktum margar sígarettur. Við fórum á hlaupum yfir Tjarnarsvellið, létum okkur renna, duttum og meiddum okkur meira en við héldum, héldum áfram og duttum aftur. Það voru stjörnur á himni en við sáum þær ekki fyrir götuljósunum, við vildum hvort sem er ekkert sjá í þessu ískalda roki.

COVER

 

 

 

Ljóðið „Þriðji janúar“ eftir Arngunni Árnadóttur birtist í bókinni „Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík“, sem kom út hjá Meðgönguljóðum í tilefni af Lestrarhátíð 2013.
Fyrsta ljóðabók Arngunnar, „Unglingar“, kom út í röð Meðgönguljóða vorið 2013.
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone