Skáld í Flæðarmáli: Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir

Jósa

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir er sú fyrsta í röð átta kvenhöfunda sem við kynnum úr ritverkinu Flæðarmál. Ljóðið Dægradvöl birtist í fyrrnefndu verki.

 

Dægradvöl

Ef ég sting melgresi lárétt í gegnum hálsinn
Þannig að fræin vísa aftur og ræturnar fram

Tek af mér handleggina við öxl
með því að hoppa
tvö löng
og eitt stutt

Þá lengist tungan í mér um helming
Og ég fæ fullnægingu við að totta ræturnar

 

Safnað fyrir prentun

Fimmtán konur, höfundar og ritstjórar,  standa fyrir hópfjármögnun á vefsíðunni Karolina Fund svo verkið komist í prentun. Þær biðla til almennings að taka þátt svo útgáfan verði að veruleika. Söfnunin fer fram 10. apríl – 9 maí en á því tímabili þurfa þær að ná að safna þeirri upphæð sem uppá vantar. Hægt er að sjá frekar á vefsíðu Karolina Fund: http://www.karolinafund.com/project/view/319

 

Sérstakt flæði og ein sterk heild

Leiðir höfunda lágu saman í Ritlist í Háskóla Íslands og þar hófst það samtal sem á sér stað í verkinu. Höfundarnir eru ólíkir en textunum hefur verið raðað saman svo þeir mynda sérstakt flæði og eina sterka heild. Af þeirri vinnu á heiður Ingibjörg Magnadóttir, gjörninga- og myndlistarkona, en hún er jafnframt einn af höfundum verksins. Smásögur, örsögur, prósar og ljóð renna því mjúklega saman í þéttan samhljóm höfundanna átta. Raddir þeirra eru í senn ljóðrænar og kaldhæðnar, tilfinningaþrungnar og fyndnar, klaufskar, ævintýragjarnar, aftengdar og flæðandi.

 

 

Ragna

Ritstjórinn

í Flæðarmáli birtast nýir og gamlir textar höfundanna sem aldrei áður hafa verið gefnir út. Höfundar mættust með textaflaum og hugmyndir og skáru niður í það verk sem nú stendur eftir. Höfundar og ritstjórar unnu svo saman í pörum að því að draga fram enn betri texta. Ragna Ólöf Guðmundsdóttir er ritstjóri Jóhönnu.

 

 

 

 

 

 

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone