The Shining

shining_cover

Sýnd í Bíó Paradís 18. september klukkan 20.00


the-shining_poster_goldposter_com_6Meistaraverk Stanley Kubrick, The Shining, kom út árið 1980. Kvikmyndin er margfræg fyrir stórleik Jack Nicholson og Shelley Duvall. Hún er byggð á samnefndu verki Stephen King og hefur hann margoft lýst yfir óánægju sinni með aðlögunina. Sagði hann að myndin væri öll á yfirborðinu, án nokkurs innihalds, líkt og flottur bíll án vélar.

Myndin fjallar um Jack Torrence, rithöfund og fjölskylduföður, sem tekur að sér umsjón á yfirgefnu hóteli vetrarlangt. Tekur hann fjölskyldu sína með sér, eiginkonu og ungan son. Einangrunin á hóteli fer þó fljótlega að segja til sín ásamt því að ókunn yfirnáttúruleg verund á svæðinu hefur áhrif á Jack, með ógurlegum afleiðingum.

Myndin er ekki síður fræg fyrir erfiðar tökur, enda Kubrick þekktur fyrir að vera fullkomnunarsinni. Duvall hefur talað um hversu erfið reynslan var, þar sem að Kubrick rak hana á barm taugaáfalls.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone