Tilkall til heila – 48 árum síðar – eftir Arndísi Þórarinsdóttur

Blekfjelagið logo

Blekfjelagið, nemendafélag ritlistarnema við Háskóla Íslands, tók þátt í Lestrarhátíð á vegum bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur í október síðastliðnum. Ritlistarnemar og aðrir Blekfjelagar skrifuðust á við rithöfundinn Svövu Jakobsdóttur en smásaga hennar, Saga handa börnum, varð innblástur og kveikja að áhugaverðu efni  sem mun birtast á Sirkústjaldinu á næstu dögum.

Næsta á svið kynnum við Arndísi Þórarinsdóttur, ritlistarnema.

 

Tilkall til heila

48 árum síðar

 

Nei elskan mín

ég get ekki komið að skoða pollinn

mamma þarf að stýra fundi

um æsku landsins

og framtíð þjóðarinnar

 

Nei ástin ekki núna

ég get ekki leikið með lestina

ég er að lesa grein

eftir virtan barnalækni

um mikilvægi þess að börn fái fjölbreytta fæðu

ávexti

og nægan innmat

 

Nei unginn minn

þú mátt drekka úr brjóstunum mínum

sofa á höfðinu á mér allar nætur

en ég dreg mörkin við að leika í Playmó

 

Mamma þarf að rækta sjálfa sig

af því ef mamma er ekki hamingjusöm verður þú ekki hamingjusamur

 

Hugsaðu um það

meðan þú æfir sjálfstæðan leik

hjartað mitt

 

Arndís Þórarinsdóttir.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone