Útlegðarstef – Málþing í Þjóðminjasafninu

Framhaldsnemar við Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum, ritlist og almennri bókmenntafræði standa fyrir málþingi í Þjóðminjasafninu á sumardaginn fyrsta – fimmtudaginn 24. apríl. Málþingið sprettur upp úr námskeiði sem nemendurnir sóttu á vorönn þar sem fjallað var um útlegð í skáldskap undir handleiðslu Birnu Bjarnadóttur, doktor í íslenskum bókmenntum. Erindin hverfast um útlegð þótt fyrirlesarar fari ólíkar leiðir í rannsóknum sínum og framsetningu á efni. Dagskráin hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum leyfður.

HI_HUGVS_vert

 

Útlegðarstef

Málþing í  fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands

24. apríl, 2014, kl. 13–16 

Framhaldsnemar við Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum, ritlist og almennri bókmenntafræði flytja erindi.

 

 

Dagskrá

13:00   Bjargey Ólafsdóttir: Án titils.

13:15   Bjarney Gísladóttir: „Útlegð jarðarinnar“.

13:30   Eygló Jónsdóttir: „Í leit að griðlandi“.

13:45   Guðmundur Steinn Gunnarsson: „Útlegð í verkum Davíðs Brynjars Franzsonar“.

Kaffihlé

14:10   Inga Mekkin Guðmundsdóttir Beck: „Útlegð og uppgötvun“.

14:25   Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir: Án titils.

14:40   Júlía Margrét Einarsdóttir: „Eru þrír fuglar í skógi kannski betri en einn í hendi?“

14:55   Katelin Parsons: „Brjóttu upp dyrnar til að komast heim“.

Kaffihlé

15:20   Kristín María Kristinsdóttir: „„Í útlegð frá líkamanum“ ─ Mánasteinn eftir Sjón skoðuð.“

15:35   Steinunn Lilja Emilsdóttir: „Það hlýtur að vera til sérstakt helvíti fyrir mig“.

15:50   Þór Tulinius: „Biðleikur“.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone