Creature from the Black Lagoon

cover

Sýnd í Bíó Paradís 15. september klukkan 20.00.


Creature from the Black Lagoon (1954) er ein af vanmetnari myndum hins klassíska Universal hryllings. Veran, eða Gill-man eins og hún er oft kölluð, er þó viðtekin sem ein af skrímslum þessa tímabils, við hlið Skrímsli Frankensteins, Úlfamannsins, Drakúla og annarra góðkunningja. Myndin var tekin upp í þrívídd og gat af sér tvær framhaldsmyndir.

universal-monsters

Klassísku Universal skrímslin: Ósýnilegi maðurinn, Drakúla, Gill-man, Múmían Imhotep, Skrímsli Frankenstein, Brúðurin, Óperudraugurinn og Úlfamaðurinn

Vísindamennirnir skoða beinagrindina sem setur ævintýrið af stað.

Vísindamennirnir skoða beinagrindina sem setur ævintýrið af stað.

Myndin fjallar um leiðangur vísindamanna til Amazon frumskógarins, í þeim tilgangi að fanga og rannsaka forsögulega veru sem býr á þeim slóðum. Síðan kveður við hið klassíska stef, Veran verður ástfangin af „konunni“, nemur hana á brott og hetjur myndarinnar berjast vasklega við Veruna og bjarga dömunni úr háska.
Frumlegheitin eru því ekkert upp á marga fiska en það eru aðrir þættir sem gera þessa mynd að klassík. Veran sjálf, líkt og Skrímsli Frankenstein og King Kong, er táknmynd hins djúpstæða einmanaleika sem flestir glíma við og óttann um að við séum ekki nógu góð og eigum ekki skilið að vera elskuð.

Kay syndir yfir veruna

Kay, eða daman í háska, syndir yfir veruna.

Sé vitnað í leikonuna Julie Adams, þá sagði hún: „maður finnur ávallt fyrir samúð með skrímslinu. Ég held að það sé vegna þess að snertir eitthvað í okkur, kannski okkar myrkari hliðar, sem þrá að vera elskaðar og trúa því að þær geti aldrei nokkurn tímann verið elskaðar. Það slær á strengi innra með okkur“.

Einstök neðansjávaratriðin eru einnig eitthvað sem myndin er þekkt fyrir, en þurfti að fá tvo leikara til þess að leika Veruna, sundkappann Ricou Browning, sem lék hana neðansjávar, og Ben Chapman, sem lék veruna á landi. Voru tveir búningar hannaðir fyrir myndina, annar var örlítið dekkri fyrir upptöku á landi og hinn var ljósari fyrir sundatriðin.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone