Dægurtónlistarfræði og síkvik deigla dægurtónlistar Rætt við Arnar Eggert Thoroddsen 

adalbygging_004

Málstofa meistaranema og kennara á námsbraut menningargreina

Gimli, stofu 102, Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 16.00-17.15

Dægurtónlist, í víðustu merkingu þess orðs, er allstaðar í nútímasamfélagi. Hversdagslíf okkar er hljóðsett (sound-tracked), allt frá hringitónum símanna yfir í Eldborgarsal Hörpu og allt þar á milli. Allstaðar er popp, rapp, þungarokk, danstónlist, þjóðlagatónlist og svo má tengi telja. Út frá sjónarhóli menningarfræði og menningargreina eru viðfangsefnin sem tengjast dægurtónlist í samtímamenningunni margvísleg. Þar má fyrst nefna tónlistina sjálfa, tengsl hennar við ólíka hópa út frá aldri, kyni, stétt, uppruna og hlutverk hennar við mótun og iðkun sjálfsmyndar. Dægurtónlist hefur lengi átt í stormasömu sambandi við “markaðinn” og menningariðnaðinn, þar sem “vinsældir” togast gjarnan á við hugmyndir um “gæði” og “listrænt gildi”. Að lokum má nefna að bæði flutningur, framleiðsla og miðlun tónlistar á sér stað í síkvikri deiglu tæknilegra umbreytinga. Nærtæk dæmi eru tilkoma ragmagnsgítarsins, uppgangur stafrænnar danstónlistar og stafræn miðlun tónlistar í gegnum internetið, oft í opnum aðgangi.
Í málstofunni ræðir Davíð Ólafsson aðjunkt í menningarfræði við Arnar Eggert Thoroddsen doktorsnema við Edinborgarháskóla og stundakennara við HÍ um menningarfræði dægurtónlistar, hin ólíku tök sem mismunandi fræðigreinar beita á hið margþætta og víðfeðma svið nútímamenningar sem tengja má við dægurtónlist.
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone