Esjan í HD eftir Þorvald S. Helgason

cropped-skaldverk.jpg

Esjan í HD

 

það komu stundum dagar

svo skýrir í einfaldleika sínum

með fjöllin formföst í háskerpu

svo tær

að maður hefði hæglega getað teygt sig yfir Faxaflóann, brotið eitt þeirra af og kippt því með sér eins og Tobleronebita

en þeir dagar voru aldrei nema mínútu að líða

síðan hjólaði maður yfir hraðahindrunina og gleymdi því öllu

 

 

Ljóðið kemur úr nýrri ljóðabók Þorvalds Draumar á þvottasnúru sem kemur út í kvöld, 21. apríl, í Mengi. Ásamt henni verða tvær aðrar ljóðabækur gefnar út, Greitt í liljum eftir Elías Knörr og Gáttatif eftir hana Sigurbjörgu Friðriksdóttur.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone