Hugleiðingar um borgarferðir eftir Dísu Sigurðardóttur

skaldverk

Hugleiðingar um borgarferðir

 

Strengurinn slitnaði

í nótt

 

teygði sig lengra en nokkru sinni fyrr

en um leið og yljar þínar snertu

Potsdamer Platz

slitnaði síðasta blóðuga ögnin

 

í draumnum mínum varstu

sængurlaus og kaldur

á bakinu

dýnan gömul og slitin

enginn strauk þér um hárið

og sagði

ástin mín

 

kannski sérðu

fingraför

ennþá frosin í steindröngunum

þar sem ég klíndi tárunum

 

kannski borðar þú karrýpylsu um miðja nótt

og ímyndar þér að maðurinn með spiladósina

trekki lady in red

 

strengurinn slitnaði í nótt

á meðan

elskuðumst við

í þrjúþúsund fetum

 

ég hér og þú þar

og hjartað mitt í hólfinu

á blárri tösku

 

þegar þú snýrð aftur

þrýsti ég maganum upp að bakinu

umvef leggjunum um þína

laga lokkinn

sem er aldrei til friðs

og segi

ástin mín

 

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone