It’s Album Time með Todd Terje

Todd_Terje_Its_Album_Time_Artwork

„Norsarinn Todd Terje hefur í yfir áratug verið einn af fánaberum hinnar svokölluðu geimdiskó-senu ásamt samlöndum sínum Lindstrom og Prins Thomas. Sá geiri keyrir mikið á samruna diskótónlistar og bernskuára raftónlistarinnar, retrófútúrisma með áherslu á  rómantíska framtíðarsýn 7. og 8. áratugarins á tækniframfarir og geimferðir … Það sem einkennir plötuna er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til langtum fleiri en venjulegra raftónlistarhausa. Todd Terje hefur með þessum fljúgandi diski tekið forystuna í geimkapphlaupinu.“

Smellið hér til að lesa plötudóminn í heild sinni á straum.is

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone