Jarðaför um sumar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur

skaldverk

Ég græt yfir minningargreinum um ókunnuga

ekki segja neinum frá því

ég græt líka yfir jólalögum

og þegar fólk kaupir gjafir sem falla ekki í kramið

og það hryggir mig að hugsa um jarðarfarir

sem fara fram í kyrrþey

 

Ég vil jarðarför um sumar

hundrað manns með sólgleraugu

grátandi á kirkjutröppunum

undir söng þrastanna

í erfidrykkjunni marengstertur

skreyttar ferskum jarðarberjum

og nóg af kolsvörtu kaffi

sem rennur niður kverkar syrgjenda

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone