Ljóð vikunnar: Kristín Ómarsdóttir

Ljóð í leiðinni -bakkápa

 

ó borg

ég týni sjálfri mér eins og vasaúri,

eins og kreditkorti, frumkvöðull gleymskunnar

ryður brautina í átt til: öskuhauganna

ég æfi mig í: tortímingu

~

gata mín týnir mér og ég heimta

ég fer fram á: engin tengsl

klæði mig úr tengslum (fyrir framan

meistara minn) á óminnisakri

~

ég horfi í augu hins óþekkta

án eftirsjár og bið: týndu mér

~

gata, skráðu ekki daginn

þegar ég hverf úr þessu logabjarta hverfi

gefðu máfunum skugga minn og brauðmylsnu

~

eitt sinn stillti ég skriðdreka (upp í ljóði)

sem ég keypti í alþjóðlegum pöntunarlista

fyrir utan hús mitt

~

týndu mér, ég vil ekki: finnast

 

 

COVER

 

 

 

Ljóðið „ó borg“ eftir Kristínu Ómarsdóttur var frumbirt í bókinni „Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík“, sem kom út hjá Meðgönguljóðum í tilefni af Lestrarhátíð 2013. Kristín Ómarsdóttir er svo kraftmikið ljóðskáld að ef hún væri sprengja myndi hún tortíma alheimnum.
Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone