Pallborð: Skáldskapurinn í sagnfræðinni og sagnfræðin í skáldskapnum

Clio

Miðvikudagskvöldið 7. maí kl. 20:00 munu útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft Hostel við Bankastræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Sjón, rithöfundur.

Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað geta sagnfræðingar og rithöfundar lært af og stolið frá hver öðrum? Kári Tulinius, rithöfundur, og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, stýra umræðum.

Áhugasamir geta fylgst nánar með á Facebook-síðu viðburðarins.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone