Sítrónusifjaspell og nasistarokk

serge-gainsbourg-actors-singers-857559-1920x1440

„Meira en tveir áratugir eru liðnir síðan Serge Gainsbourg, einn mesti töffari 20. aldarinnar, lést. Hann átti sér margar hliðar, var skáld, lagahöfundur, leikari, prakkari, eurovision-sigurvegari, leikstjóri, drykkjumaður, flagari og keðjureykingamaður. En umfram allt listamaður, nautnaseggur og lífskúnstner af gamla evrópska skólanum.

Sem tónlistarmaður var Serge Gainsburg stöðugt leitandi og skipti svo oft um ham að kamelljónið sjálft, David Bowie, er eins og íhaldsmaður í samanburðinum. Þegar Gainsbourg lést líkti François Mitterrand, þáverandi forseti Frakklands, honum við hin mikils virtu skáld Baudelaire og Apollinaire. Hann var ekki manna fríðastur en heillaði þó heitustu leikkonur og fyrirsætur Evrópu upp úr skónum. Frá byrjun hafði hann einstakt lag á því að hneyksla smáborgara, sem yfirskyggði að nokkru leyti aðra hæfileika hans undir lok ævinnar. Hann var stórstjarna í Frakklandi en annars staðar í heiminum er hans helst minnst fyrir angurværa orgeltónana og fullnægingarstunur Jane Birkin í laginu Je t’aime… moi non plus…“

Smellið hér til að lesa afganginn af greininni um feril Serge Gainsbourg á straum.is

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone