The Good, the Bad and the Ugly

the-good

Sýnd í Bíó Paradís þann 13. september klukkan 20.00.


full-thegoodthebadandtheugly-3sh-20023__81751-1462509234-1280-1280The Good, The Bad and The Ugly (1966) er líklega einn þekktasti spaghettívestri sögunnar. Er kvikmyndin lokamynd þríleiks leikstjórans Sergio Leone, en fyrri myndirnar voru A Fistful of Dollars (1964) og For a Few Dollars More (1965). Leone ætlaði myndunum ekki að vera þríleikur en þar sem Clint Eastwood leikur sama hlutverk í öllum myndunum voru þær markaðsettar í Bandaríkjunum sem þríleikur, af United Artists. Einnig samdi tónskáldið Ennio Morricone tónlistina fyrir allar þrjár myndirnar. Hann á því heiðurinn að upphafsstefi The Good, The Bad and The Ugly, sem flestir í dag tengja almennt við vindlareykjandi kúreka með byssu í hönd.

Fjallar myndin um þrjá menn sem keppast við að finna gull í afskekktum kirkjugarði. Söguþráðurinn er klassískur vestri en það sem gerir myndina svo sérstaka er einstök leikstjórn Leone og ógleymanleg tónlist Morricone.

Stíll Leone byggir á löngum skotum, stílfærðum skotbardögum og er jafnan lítið um samtöl eða einræður í myndum hans. Kvikmyndin kom út við litlar undirtektir gagnrýnenda, en þénaði þó vel í kvikmyndahúsum. Í dag er hún ekki bara talin vera ein besta vestramynd sem gerð hefur verið, heldur ein af bestu myndum sem gerð var á þessum tíma.


Vissir þú að…

– í stilkunni hér fyrir ofan er óvart skipt í Hinum Ljóta og Hinum Vonda? Ástæðan er sú að stiklan er ítölsk og þar heitir myndin Hinn Góði, Hinn Ljóti og Hinn Vondi. Þegar stiklan var síðan talsett á ensku miðaði textinn við enskan titil myndarinnar en ekki stikluna sjálfa.
– leikarinn Eli Wallach (The Ugly) var heppinn að lifa tökurnar af? Hann var næstum því afhöfðaður í lestarsenunni, hesturinn í upphafsenunni fældist og hljóp með hann af stað, auk þess sem að hann drakk óvart sýru sem var geymd í gosflösku og ætluð til þess að auðvelda það að rífa pokana með gullinu.
– Clint Eastwood hataði að reykja vindlana?
– leikstjórinn Quentin Tarantino er mjög hrifinn af hinu klassíska þriggja manna „Mexican standoff“ og notar óspart í myndum sínum?

The Good, The Bad, The Ugly, and The Cat

Þessar staðreyndir og fleiri er að finna hér, á vef Internet Movie Database.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone