Tvö ljóð eftir Jóhannes Ólafsson

cropped-skaldverk.jpg

VOR

 

Hlykkjast

úti á stéttinni

 

biðröð

í brunafrosti

 

inni lekur rúðumóða

dynur djúpsjávarbassi

 

hvað get ég fært ykkur,

spyr barþjónninn trén

þegar röðin kemur

loks að þeim

 

 

JARÐSAMBAND

 

Ég verð að breytast í tré!

annars fer Ég á taugum

 

Ég verð að skjóta rótum!

en Ég er ráðþrota

 

Ég týni mér

djúpt í

blárri eyðimörk

hvítum kaktusum

og ærandi þyt

vængjaðra spámanna

sem fara yfir

 

en Ég fer yfir um

 

Ég þarf að finna ánamaðka

hlykkjast um tærnar

þarf að finna hjartað slá trjákvoðu

um æðarnar

þarf að taka í heita hönd

sólarinnar og bera ávöxt

 

Ég þarf að breytast í tré!

 

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone