Um Sirkústjaldið

Ávarp Sirkúshópsins:

Kæru lesendur!

Verið velkomin að ganga inn fyrir tjaldið, fá ykkur sæti og taka þátt.

Vefritið Sirkústjaldið er rekið af tveimur nemendafélögum Háskóla Íslands, Artímu (félagi listfræðinema) og Menningarfélaginu (félagi framhaldsnema í menningargreinum í íslensku og menningardeild.)

Á vefritinu birtum við greinar, viðtöl og pistla sem tengjast listum og menningu. En jafnframt birtum við listaverkin sjálf, hvort sem þau eru í rituðu eða á myndrænu og hljóðrænu formi. Við erum þjónar listarinnar og menningarinnar og sinnum hlutverki okkar af virðingu og vandvirkni.

Vefritið er gott tækifæri fyrir fólk sem vill láta rödd sína heyrast og við hvetjum alla þá sem hafa áhuga að senda okkur efni.

Ritstjórn skipa hátt í tuttugu manns sem skipta með sér verkum í yfirlestri, framsetningu, verkefnastjórnun og skrifum. Ritstjórnin er skipuð nemendum hvaðanæva úr háskólasamfélaginu: Blaða- og fréttamennsku, ritlist, hagnýtri menningarmiðlun, menningarfræði, bókmenntafræði, kvikmyndafræði, listfræði, myndlist, kvikmyndagerð, hreyfimyndagerð, íslensku og svo má lengi telja.

Við tökum fagnandi hvers kyns samstarfi frá öllum þeim sem vilja efla umfjöllun og umræðu um listir og menningu á Íslandi og þjóna því sem gerir líf okkar skemmtilegra og áhugaverðara.

Kærar kveðjur,
Sirkúshópurinn

 

Vertu með og sendu okkur póst á sirkustjaldid@gmail.com

Ritstjórn:

  • Framkvæmdastjóri: Fjóla Helgadóttir
  • Ritstjóri: Bjarndís Helga Tómasdóttir
  • Myndrænn stjórnandi: Adelina Antal
  • Blaðafulltrúi:  Árný Elínborg Ásgeirsdóttir

Aðrir í ritstjórn: Birkir Karlsson, Dýrfinna Guðmundsdóttir, Fríða Ísberg, Hildur Ýr Ísberg, Sigríður Nanna Gunnarsdóttir og Viktor Pétur Hannesson

Stofnendur: Árný Elínborg Ásgeirsdóttir, Sigríður Nanna Gunnarsdóttir, Kristín María Kristinsdóttir, Garðar Þór Þorkelsson, Kristín Birna Kristjánsdóttir, Artíma – nemendafélag listfræðinga í HÍ og Menningarfjelagið – félag framhaldsnemenda í Íslensku- og menningardeild.

Ásamt: Freyju Eilífu Logadóttur, Þóreyju Mjallhvíti Heiðar- og Ómarsdóttur, Æsu Strand Viðarsdóttur, Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Júlíu Margrét Einarsdóttur, Þórdísi Rósmundsdóttur, Aldísi Arnardóttur og Kjartani Yngva Björnssyni.

Vefstjóri: Sindri Snær Einarsson.

Hönnun síðu: Fanney Sizemore, Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdóttir, Árný Elínborg Ásgeirsdóttir, Kristín Birna Kristjánsdóttir og Sindri Snær Einarsson.

Samstarf við:

  • Háskóla Íslands
  • Hugrás –  Vefrit
  • Reykvélina – Vefrit um sviðslistir
  • Meðgönguljóð – útgáfu
  • Straum – vefrit um tónlist

 

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone