Vampyros Lesbos

cover

Sýnd í Bíó Paradís 17. september klukkan 20.00


posterErótíska kvikmyndin Vampyros Lesbos er þýsk-spænsk hrollvekja sem kom út árið 1971. Fjallar hún um ungan lögfræðing, Lindu, sem ferðast til eyju í þeim tilgangi að ganga frá erfðamálum. Þegar þangað er komið hittir hún konu sem hana hafði dreymt um nokkru áður. Reynist konan vera Nadine, vampíra sem er heilluð af Lindu og vill umbreyta henni í vampíru.

Er söguþráðurinn lauslega byggður á Drakúla Bram Stoker, og vísar leikstjórinn Jesús Franco í verkið með mjög beinum hætti. Nadine er erfingi Drakúla í myndinni og er hlutverk Lindu að ganga frá erfðamálum því tengdu. Stígur hún því í hlutverk Jonathan og Minnie á meðan Nadine er í hlutverki hins táldragandi og ódauðlega greifa.

Fékk myndin mjög slakar viðtökur á sínum tíma, sem gerir hana að sannri költ mynd á síðari tímum, en þrátt fyrir neikvæða dóma er hennar ávallt minnst fyrir framúskarandi tónlist og draumkennda áferð.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone