What Ever Happened to Baby Jane?

babyjanecover

Sýnd í Bíó Paradís 14. september klukkan 20.00Sister sister,

Oh so fair,

Why is there blood,

All over your hair?

babyjane2What Ever Happened to Baby Jane kom út árið 1962 og skartar þeim Bette Davis og Joan Crawford í aðalhlutverkum.
Fjallar myndin um fyrrum barnastjörnu sem heldur örkumla systur sinni fanginni í niðurníddu Hollywood setri þeirra. Brjálæðisleg öfund eldri systurinnar, Baby Jane, í garð yngri systur sinnar, Blanche, stigmagnast í gegnum myndina og telst Jane til einna af bestu illmennum kvikmyndasögunnar.

Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Henry Farrell frá árinu 1960. Var hún tilnefnd til fimm óskarsverðlauna og vann fyrir bestu búningahönnun.

Fæddi þessi sálfræðitryllir af sér ákveðna undirgrein í hrollvekjum, nefnd „psycho-biddy“. Fjalla slíkar myndir um eldri konur sem fyrr nutu aðdáunar vegna glæsileika en eftir að fegurð þeirra og frægð fölnar herja þær á nánustu aðstandendur sína í örvæntingu. Greinin er einnig nefnd „hag horror“. Önnur dæmi um slíkar myndir eru The Nanny (1965) og Fanatic (1965), sem er einnig þekkt sem Die! Die! My Darling.

Var myndin síðasta stórmynd leikkonunnar Joan Crawford en hún og Davis voru meðal skærustu stjarna hins svokallaða klassíska Hollywood tímabils. Glæddi hlutverkið fölnandi frægð Davis lífi og hélt hún áfram að leika nánast fram að dauðdaga, árið 1989.

Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on Google+Email this to someone